Skip Navigation
Róbert Wessman

Um Róbert Wessman

Róbert Wessman er stofnandi og forstjóri Alvotech.

Róbert Wessman markaði sér skýra stefnu snemma á starfsferlinum – að bæta lífsgæði fólks og auka aðgengi að lyfjum á viðráðanlegu verði.

Róbert Wessman hóf störf í lyfjageiranum árið 1999 sem framkvæmdastjóri Delta, sem sameinaðist Pharmaco árið 2002 og tók nafnið Actavis tveim árum síðar. Róbert var forstjóri Actavis og gegndi starfinu til ársins 2008, en undir hans stjórn varð Actavis að einu stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims.

Árið 2009 stofnaði Róbert Wessman, ásamt samstarfsaðilum og fjárfestum, samheitalyfjafyrirtækið Alvogen. Sem stjórnarformaður og forstjóri, leiddi Róbert Alvogen í að verða eitt af 15 stærstu samheitalyfjafyrirtækjum heims.

Róbert Wessman stofnaði líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech árið 2013. Alvotech er með höfuðstöðvar sínar í Vísindagörðum Háskóla Íslands, í Vatnsmýri. Fyrirtækið hefur það að markmiði að auka aðgengi sjúklinga að nauðsynlegum lyfjum á hagkvæmu verði.

Leiðtogahæfileikar Róberts Wessman byggja á lausnamiðuðu viðhorfi hans, bjartsýni og trúnni á að hver sé sinnar gæfu smiður. Gildin úr uppeldi Róberts Wessman hafa mikil áhrif á lífsviðhorfin og þær fjölmörgu áskoranir sem hann hefur tekist á við endurspegla sjálfbjargarviðleitni hans. Róbert Wessman trúir því að barátta hans við lesblindu í æsku hafi mótað viðhorf hans og beint honum á þá braut að hugsa í lausnum í stað þess að einblína á vandamálin sjálf.

Árangur

Reynsla Róberts Wessman af framkvæmdastjórnun, afburðarþekking hans á lyfjaiðnaði og hæfileiki hans til að setja saman öflug verkefnateymi á heimsmælikvarða er ástæða vaxtar þeirra verkefna sem hann leiðir

Undir stjórn Róberts hafa fyrirtæki skilað metvexti og árlegur meðalvöxtur (CAGR) Alvogen hefur verið 32% og 55% hjá Actavis. Auk þess að byggja skilvirka innviði og vinnustaðamenningu sem leggur áherslu á frammistöðu hefur Róbert leitt rúmlega 50 samruna- og samstarfsverkefni og komið upp rekstri í rúmlega 60 löndum. Fyrirtæki hans hafa bæði sýnt mikinn innri og ytri vöxt.

Árangur Róberts Wessman hefur verið greindur í þremur ,,Case Studies“ hjá Harvard háskólanum; „Robert Wessman and the Actavis Winning Formula“ (2008), „Alvogen“ (2015) og „Alvogen – Scaling entrepreneurship“ (2018).

Hátæknisetur á Íslands

Þegar tækifæri gafst til að byggja upp Alvotech sem hluta af nýju hátæknisetri í Vatnsmýri, í næsta nágrenni við Háskóla Íslands, hikaði Róbert Wessman ekki við að láta slag standa.

Nýjar höfuðstöðvar Alvotech hýsa, auk skrifstofurýma, rannsóknir líftæknilyfja, lyfjaframleiðslu og lyfjapökkun. Þær styðja einnig við iðnaðarlíftæknikennslu Háskóla Íslands því Háskólinn verður með aðstöðu í hátæknisetrinu fyrir meistaranám HÍ í iðnaðarlíftækni og þá býður Alvotech nemendum möguleika á starfsnámi innan fyrirtækisins.

Alvotech stefnir á að verða lykilstoð í íslenskum útflutningstekjum um 2026 eða 2027.

Gefið til baka

Róbert Wessman, sem nú er sex barna faðir, hefur alltaf lagt rækt við rætur sínar og það að geta gefið af sér er honum mikilvægt markmið.

Róbert lagði á það ríka áherslu að starfsemi Alvotech yrði byggð upp á Íslandi, enda gefur það honum færi á að byggja upp þekkingu – ekki einungis fyrir Alvotech, heldur samfélagið í heild.

Fyrirtæki Róberts Wessman hafa um árabil verið stoltir styrktaraðilar KR. Þótt knattspyrnuferill hans sjálfs innan KR hafi varað stutt og vikið fyrir áhuga hans á dansi hefur hann ætíð lagt mikið upp úr góðu samstarfi við félagið.

„Það að hvetja til heilbrigðs lífstíls og sérstaklega að hvetja til íþróttaiðkunar ungs fólks fellur undir það markmið Alvotech að bæta heilsu og lífsgæði fólks.“

Alvogen og Alvotech hafa verið stoltir styrktaraðilar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) um árabil og styrkt fjölmörg verkefni á vegum samtakanna. Þar á meðal er stuðningur við COVAX verkefnið um bólusetningar við Covid-19 um allan heim.