Skip Navigation

Jenný Sif Steingrímsdóttir tekur við stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála

Business
11 April 2024

 

Jenný Sif Steingrímsdóttir hefur verið ráðin í stöðu framkvæmdastjóra mannauðsmála hjá Alvotech. Jenný gekk til liðs við Alvotech í október 2022 og hefur verið mannauðsráðgjafi fyrir rannsóknar- og þróunarsvið Alvotech.

Jenný starfaði í 14 ár á mannauðssviði lyfjafyrirtækisins Teva á Íslandi, áður Actavis. Á því tímabili gegndi hún ýmsum stöðum innan mannauðsteymisins á miklu breytingarskeiði í sögu lyfjafyrirtækisins. Jenný útskrifaðist með BA gráðu í ítölsku frá Háskóla Íslands og MA gráðu í Vestur-Evrópufræðum frá New York University í Bandaríkjunum.

Það hefur verið ákaflega gaman að vera hluti af því sterka mannauðsteymi sem Alvotech hefur yfir að ráða og tilhlökkun að fá að leiða sviðið. Alvotech er í örri þróun, með nýjum lyfjum og aukinni framleiðslu og útflutningi. Leitun er að fjölbreyttari hópi starfsfólks og gefandi að fá að vinna daglega með færustu sérfræðingum að því að auka aðgengi að hágæða líftæknilyfjum. Það er spennandi  að fá að takast á við þær fjölmörgu áskoranir í mannauðsmálum sem fylgja lyfjaframleiðslu og örum vexti fyrirtækisins.

Jenný Sif Steingrímsdóttir

Framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Alvotech