Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag að Christina Siniscalchi hafi verið skipuð tímabundið í stöðu framkvæmdastjóra gæðamála. Christina tekur við af Söndru Casaca, sem lætur af starfi sem liður í frekari skipulagsbreytingum sem taka gildi nú um mánaðamótin. Christina Siniscalchi hefur undanfarin rúman áratug gengt ýmsum stjórnunarstöðum á sviði gæðamála hjá Alvogen. Hún er nú framkvæmdastjóri gæðamála Alvogen.
Christina Siniscalchi hefur starfað í bandaríska lyfjaiðnaðinum í aldarfjórðung. Áður en hún gekk til liðs við Norwich Pharmaceuticals, sem nú er hluti af Alvogen, vann hún hjá Mallinckrodt Pharmaceuticals. Hún er með meistaragráðu í lyfjaeftirlits- og gæðamálum frá Temple háskólanum í Fíladelfíu, Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum og BS gráðu í iðnaðarlíffræði frá Tækniháskóla Georgíufylkis í Atlanta.