Skip Navigation

Alvotech tryggir aðgengi að um 20 milljarða króna fjármögnun

Business
16 November 2022
  • Flokkur veðskuldabréfa stækkaður um 10,2 milljarða króna með aðkomu hóps nýrra stofnanafjárfesta.
  • Alvotech eignast verksmiðjubygginguna í Vatnsmýri, sem áður var leigð, og fær viðbótarfjármögnun að fjárhæð u.þ.b. 2,3 milljarða króna með endurfjármögnun fasteignalána.
  • Víkjandi lán frá Alvogen veitir aðgang að 7,3 milljörðum króna til viðbótar.

Alvotech (First North: ALVO) tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði tryggt aðgengi að nýrri fjármögnun að fjárhæð tæplega 20 milljarðar króna, miðað við núverandi gengi krónunnar (136 milljónir Bandaríkjadala).

Fjármögnuninni er ætla að auka sveigjanleika og styður við áframhaldandi vöxt í þróun fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæða fyrirtækisins.

Joel Morales

Fjármálastjóri Alvotech

Alvotech hefur stækkað flokk veðskuldabréfa um 10,2 milljarða króna (70 milljónir Bandaríkjadala) með viðbótarfjárfestingu frá Farallon Capital Management, Sculptor Capital Management, Oaktree Capital Management, Lodbrok Capital og Morgan Stanley. Þessir skuldabréfaeigendur hafa einnig eignast áskriftarrétt að 2,5% af almennum hlutum í Alvotech. Áskriftarréttirnir munu falla niður ef Alvotech gerir samninga um aðra fjármögnun, í samræmi við skilmála skuldabréfanna.

Þá hefur Alvotech einnig tryggt aðgang að fjármögnun frá Alvogen, sem er einn stærsti hluthafi fyrirtækisins, með loforði um 7,3 milljarða króna víkjandi lán (50 milljónir Bandaríkjadala), sem einnig veitir rétt til að nýta áskriftarréttindi fyrir 4,0% af almennum hlutum í Alvotech. Áskriftarréttirnir falla niður ef Alvotech nýtir ekki fjármögnunina og gerir samninga um aðra fjármögnun í hennar stað, í samræmi við skilmála lánasamningsins, fyrir 15. desember n.k. 

Eignarhald á verksmiðjuhúsnæði fyrirtækisins í Vatnsmýri, sem áður var leigt, flyst til Alvotech frá dótturfélagi Aztiq, sem er einn af stærstu hluthöfum Alvotech, í skiptum fyrir breytilegt víkjandi skuldabréf að fjárhæð um 11,7 milljarðar króna (80 milljónir Bandaríkjadala). Í tengslum við kaup á fasteigninni hefur verið gerður nýr lánasamningur við Landsbankann, sem eykur fjármögnun Alvotech um u.þ.b. 2,3 milljarða króna (16 milljónir Bandaríkjadala), miðað við núverandi gengi krónunnar.

Ítarlegri upplýsingar eru í gögnum sem verða aðgengileg á vef Alvotech https://investors.alvotech.com/publicfilings, þar sem einnig eru birtir sem viðhengi þeir samningar sem vísað er til hér. Fréttatilkynninguna og lýsingu á þeim samningum sem um er að ræða ber að túlka í heild í samhengi við samningana sem birtir eru.