Skip Navigation

Alvotech tilkynnir um útgáfu eigin hlutabréfa

Business
22 March 2024

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag, 22. mars 2024, að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að gefa út þrettán milljón (13.000.000) nýja almenna hluti í félaginu. Dótturfélag Alvotech, Alvotech Manco ehf. („dótturfélagið“) kaupir öll bréfin af móðurfélaginu á genginu 15,98 Bandaríkjadalir á hlut. Hlutir dótturfélagsins eru taldir til eigin hlutabréfa Alvotech og fylgir þeim því hvorki atkvæðisréttur né réttur til arðgreiðslu.

Að loknum þessum viðskiptum á dótturfélagið alls 23.160.596 hluti í móðurfélaginu, eða um 7,7% útgefinna hlutabréfa. Við útgáfu þessara hlutabréfa eykst fjöldi útgefinna hluta úr 289.727.462 hlutum í 302.727.462 hluti.

Alvotech tilkynnti 26. febrúar sl. að félagið hefði tekið tilboði hóps fjárfesta í 10.127.132 almenna hluti í félaginu. Aukning eigin hlutabréfa gerir Alvotech kleift að mæta afhendingu þessara hluta og eiga áfram nægan fjölda hluta til að standa við fjárhagslegar skuldbindingar s.s. vegna áskriftarréttinda (e. warrants), breytilegra skuldabréfa, hvatakerfis fyrir starfsmenn o.fl.