Alvotech (NASDAQ: ALVO, „félagið“) tilkynnti í dag um breytingar í framkvæmdastjórn félagsins. Faysal Kalmoua hefur verið skipaður framkvæmdastjóri rekstrar um leið og Hafrún Friðriksdóttir lætur af störfum. Breytingarnar fylgja í kjölfar þess að félagið hefur lagt inn endurnýjaða umsókn um markaðsleyfi í Bankaríkjunum fyrir AVT02, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu með útskiptileika við Humira (adalimumab) í háum styrk.
Faysal hefur verið framkvæmdastjóri verkefnaþróunar Alvotech frá því snemma á þessu ári. Hann hefur jafnframt átt sæti í stjórn Alvotech síðan 2020. Áður gegndi hann ýmsum framkvæmdastjórnarstöðum hjá Alvogen og Synthon. Hann er með meistaragráðu í efnafræði frá Radboud Nijmegen háskólanum og MBA frá Insead.