- Polifarma öðlast rétt til að markaðssetja AVT06, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea® (aflibercept) í Tyrklandi
Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag um undirritun samnings við Polifarma Ilac San. Ve tic. A.S. („Polifarma“) um markaðssetningu í Tyrklandi á AVT06, fyrirhugaðri líftæknilyfjahliðstæðu við Eylea® (aflibercept).
Samkvæmt samningnum mun Alvotech sjá um þróun og framleiðslu en Polifarma sér um skráningu og markaðssetningu í Tyrklandi.
Klínískar rannsóknir á AVT06 standa nú yfir. Í júli á síðasta ári tilkynnti Alvotech að hafin væri rannsókn á sjúklingum til að bera saman bera saman klíníska virkni, öryggi og ónæmingarverkun AVT06 og Eylea í sjúklingum með aldurstengda vota augnbotnahrörnun (AMD).
Um AVT06 (aflibercept)
AVT06 er raðbrigða samrunaprótein og líftæknilyfjahliðstæða við Eylea® (aflibercept). Aflibercept binst æðaþelsvaxtarþáttum (VEGF, Vascular Endothelial Growth Factors) og getur þannig hamlað bindingu og virkjun VEGF viðtaka, nýæðamyndun og æðagegndræpi. AVT06 er lyf í þróun og hefur ekki verið samþykkt til notkunar á neinu markaðssvæði.
Um Polifarma
Polifarma er leiðandi fyrirtæki í sölu á lyfjum til spítala í Tyrklandi. Fyrirtækið var stofnað fyrir 37 árum og er að öllu leiti í eigu tyrkneskra fjárfesta. Polifarma byrjaði á að þróa úrval innrennslislyfja og færði svo út kvíarnar í öðrum lyfseðilsskildum lyfjum. Það er nú með markaðsleyfi fyrir um 600 lyf á 15 meðferðarsviðum. Lyfjaverksmiðja félagsins í Ergene er 77 þúsund fermetrar að flatarmáli og eru þar framleiddar um 350 milljónir pakkninga á ári. Polifarma þjónar jafnframt 70 erlendum mörkuðum. Félagið hefur sett sér það markmið að verða leiðandi lyfjafyrirtæki á heimsvísu fyrir árið 2025 og að viðhalda forskoti á sviði tækni og gæðamála.