- Jamteki (AVT04) er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem samstarfsfélögin setja á markað í Kanada
Alvotech (NASDAQ: ALVO) og JAMP Pharma Group („JAMP Pharma“) tilkynntu í dag Heilbrigðisstofnun Kanada, Health Canada, hafi veitt JAMP Pharma leyfi til markaðsetningar á AVT04, líftæknilyfjahliðstæðu við Stelara® (ustekinumab) sem þróuð var af Alvotech. AVT04 verður markaðsett undir vörumerkinu Jamteki og er framleidd af Alvotech í Reykjavík.
Markaðsleyfið er veitt fyrir Jamteki í áfylltum sprautum, 45 mg/0.5ml eða 90mg/ml. Þetta er önnur líftæknilyfjahliðstæðan sem félögin hljóta markaðsleyfi fyrir. Á síðasta ári hófst sala í Kanada á Simlandi (AVT02), líftæknilyfjahliðstæðu Alvotech við Humira (adalimumab).
Til að ná forystu í markaðsetningu líftæknilyfjahliðstæða í Kanada, hrinti JAMP Pharma af stokkunum BIOJAMP, í febrúar 2022. Þjónustu BIOJAMP og JAMP Care, er ætlað að auðvelda sjúklingum, læknum og hjúkrunarfólki að aðlagast notkun líftæknilyfjahliðstæða.
Alvotech og JAMP Pharma skrifuðu undir samstarfssamning um markaðssetningu líftæknilyfjahliðstæða í Kanada í janúar 2022 og juku samstarfið með nýjum samningi í október 2022. Auk Simlandi (adalimumab) sem kom á markað í Kanada í apríl 2022 og Jamteki (ustekinumab) nær samstarfssamningurinn yfir fjórar fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem eru nú í klínískum rannsóknum, auk tveggja fyrirhugaðra hliðstæða sem eru á stigi forklínískra rannsókna.
Um AVT04
AVT04 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Stelara® (ustekinumab). Ustekinumab binst IL-12 og IL-23 frumuboðefnunum í ónæmiskerfinu, sem eru þættir í meinafræði ákveðinna ónæmismiðlaðra sjúkdóma. AVT04 hefur hlotið markaðsleyfi í Kanada og Japan. Lyfjastofnun Evrópu hefur mælt með því við framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, að lyfinu verði veitt markaðsleyfi á Evrópska efnahagssvæðinu.