Skip Navigation

Að flytja út jafnrétti

Business
05 April 2022

Alvotech hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu í byrjun árs 2021. Síðan þá hefur verið unnið ötullega að því að innleiða sömu aðferðarfræði á alþjóðlegum starfsstöðvum fyrirtækisins með það að markmiði að ná fullkomnu launajafnrétti. 

Fyrirtækið gaf nýlega út sína fyrstu skýrslu um jafnréttismál innan fyrirtækisins, en markmiðið er að gefa út slíka skýrslu á hverju ári. Kynjahlutföll í fyrirtækinu eru nánast jöfn en konur voru 49% starfsmanna í lok árs 2021. Launamunur kynja hjá fyrirtækinu á Íslandi hefur lækkað úr 5,2% (karlmönnum í hag) í Janúar 2021 í 2,7% í desember 2021. Þýskaland var í fyrsta skipti með í mælingunni fyrir 2021, og var hlutfallið þar 1,6% í árslok. Fyrirtækið hefur gripið til ýmissa ráðstafanna til að minnka muninn svo sem að leitast við að fjölga konum í stjórnendastöðum með því að horfa til jafnvægis í ráðningum og starfsþróun.

Við erum afar stolt af því að flytja út jafnréttismenningu Íslands til alþjóðlega starfsstöðva Alvotech. Jafnrétti og þar með jöfn laun gera fyrirtækið að betri vinnustað og hæfara til að laða að hæfileikaríka sérfræðinga frá öllum heimshornum og styður okkur þar með í markmiði okkar að verða leiðandi á alþjóðlegum markaði fyrir líftæknihliðstæðulyf.

Tanya Zharov

Aðstoðarforstjóri Alvotech

Jafnréttisskýrsla Alvotech fyrir árið 2021 er aðgengileg hér fyrir neðan.