Skip Navigation

4 ára samningur Alvotech og knattspyrnudeildar KR undirritaður

Charity
16 March 2022

Alvotech og knattspyrnudeild KR hafa skrifað undir samstarfssamning til næstu fjögurra ára. Samningurinn nær til allra knattspyrnuflokka KR og felur í sér ýmiss konar samstarf og viðburði. Það voru Jóhann Jóhannsson og Árni Harðarson sem mættu fyrir hönd Alvotech, auk Páls Kristjánssonar, formanns knattspyrnudeildar KR og undirrituðu samninginn í KR heimilinu í Frostaskjóli á dögunum.
Alvotech tók við af Alvogen sem styrktaraðili árið 2021 en Alvogen hafði styrkt félagið frá 2014 svo um er að ræða framhald af margra ára samstarfi félaganna við KR.

Það er mikilvægt fyrir félag eins og KR að hafa öfluga bakhjarla til að styðja við bakið á starfsemi félagsins.

Páll Kristjánsson

Formaður knattspyrnudeildar KR

Stuðningur við íþróttastarf fellur einstaklega vel að hlutverki Alvotech sem er að bæta lífsgæði fólks. Það er okkur sérstaklega ánægjulegt að styðja með þessum hætti við nærsamfélag okkar í Vesturbænum.

Jóhann Jóhannsson við undirritun samningsins.